Kvennahlaupið á besta degi sumarsins
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. jún 2011 16:05 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Hundruðir kvenna um allt Austurland tóku þátt í kvennahlaupinu sem fram fór á laugardag. Sólin skein á hlýjasta degi sumarsins, eiginlega þeim eina til þessa en mörgum þykir þægilegra að hlaupa í svalara loftslagi.
Yfir 100 konur tóku þátt í hlaupinu á Egilsstöðum. Skipuleggjendur þar, úr frjálsíþróttadeild Hattar, segja hlaupið hafa gengið vel. Fjöldi hljóp einnig á Norðfirði og fleiri stöðum.
Á Seyðisfirði er jafnan lengsta hlaupið en í boði er 20 km leið út með firðinum.
