Skip to main content

Kristján Kröyer aftur í öðru sæti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2010 09:53Uppfært 08. jan 2016 19:21

Kristján B. Kröyer Þorsteinsson frá Hallormsstað tók um helgina þátt í vaxtaræktar og fitnessmótinu, Reykjavík Grand Prix 2010, sem haldið var í Háskólabíói í Reykjavík. Kristján varð þar í öðru sæti líkt og á Íslandsmótinu á Akureyri á dögunum.

ahar_034.jpgKristján tók þátt í keppni í flokknum Classic Bodybuilding Men +180 cm.  Í þessari keppni fór röðun í keppnisflokka eftir hæð manna.

Í þremur efstu sætunum urðu annars, Kristján Geir Jóhannesson í fyrsta sæti og Trausti Falkvard Antonsson í því þriðja.

Nánar um keppnina HÉR