Skip to main content

Kristín Embla valin glímukona ársins

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. jan 2023 11:09Uppfært 04. jan 2023 11:14

Kristín Embla Guðjónsdóttur úr Ungmennafélaginu Val Reyðarfirði hefur verið valin glímukona ársins af stjórn Glímusambands Íslands.


Kristín Embla, sem er 22ja ára, hefur verið ein fremsta glímukona landsins undanfarin ár. Á þessu ári sigraði hún í Íslandsglímunni, sem fram fór á Reyðarfirði og varð þar með Glímudrottning Íslands í annað sinn.

Fram kemur í samantekt Glímusambandsins að Kristín Embla hafi orðið í efstu sætunum tveimur á flestum mótum ársins en keppnin í kvennaflokki hefur verið afar jöfn og hörð á árinu.