Skip to main content

Körfubolti: Höttur tapaði fyrir Þór - Myndir

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. jan 2011 20:30Uppfært 08. jan 2016 19:22

karfa_hottur_thorthorlaks_0019_web.jpgÞór Þorlákshöfn vann Hött á Egilsstöðum í 1. deild karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöld 80-106. Þórsliðið er eitt á toppnum í deildinni og hefur ekki tapað leik í vetur.

 

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Um miðjan fyrsta leikhluta breyttu gestirnir stöðunni úr 14-13 í 14-22. Þar með var komin á átta stiga forskot sem óx jafnt og þétt upp í tuttugu stig fyrir leikhlé.

karfa_hottur_thorthorlaks_0027_web.jpgHattarmenn náðu að minnka muninn í tíu stig, 63-73, í þriðja leikhluta. Þannig hélst leikurinn um hríð en síðan fóru tveir reynslumestu menn heimamanna út af með fimm villur, fyrst þjálfarinn Viggó Skúlason og síðan framherjinn Kristinn Harðarson.

„Það minnkar möguleikana sem maður hefur úr að velja,“ sagði Viggó um villuvandræðin. „Kiddi stóð sig frábærlega og spilaði vörnina grimmt.“

Eftir það fjaraði undan leik Hattar. Erlendu leikmennirnir, Daniel Terrell og Hugh Barnett, náðu sér lítið á strik og til að mynda klúðraði Barnett tveimur troðslum. Gestirnir gengu á lagið og stungu af í seinasta leikhluta.

karfa_hottur_thorthorlaks_0046_web.jpgÁnægjulegustu tilþrif Hattar á þeim kafla var þriggja stiga karfa hins unga Antons Helga Loftssonar á lokamínútunni, en hann og tveir aðrir yngri leikmenn fengu að spreyta sig í blálokin.

„Það er aldrei gott ef andstæðingurinn skorar yfir 100 stig. Þá er vörnin ekki í lagi. Við spiluðum vörn í þriðja leikhluta og komumst þá inn í leikinn en gegn svona góðu liði, sem unnið hefur 12 leiki í röð, verða menn að halda haus í 40 mínútur.“

karfa_hottur_thorthorlaks_0033_web.jpgkarfa_hottur_thorthorlaks_0064_web.jpgkarfa_hottur_thorthorlaks_0005_web.jpgkarfa_hottur_thorthorlaks_0006_web.jpgkarfa_hottur_thorthorlaks_0066_web.jpg