Krakkar frá fimm félögum spreyttu sig á Meistaramóti UÍA
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. feb 2011 23:16 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri fór fram laugardaginn 5. febrúar í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði.
Þar mættu til leiks um 35 krakkar frá fimm félögum og spreyttu sig í langstökki án atrennu, spretthlaupi, boltakasti og þrautabraut.
Framkvæmd mótsins gekk afar vel enda nóg af vinnufúsum höndum í hópi foreldra. Á mótinu sveif hinn sanni ungmennafélagsandi yfir vötnum og árangur ekki síður mældur í brosum en sekúndum og sentimetrum. Allir fengu viðurkenningarpening fyrir frammistöðu sína og tóku börnin stolt og sæl á svip við þeim.
Myndir Hildur Bergsdóttir