Skip to main content

Körfubolti: Naumt tap fyrir Íslandsmeisturunum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. nóv 2022 08:24Uppfært 28. nóv 2022 08:36

Höttur tapaði 82-79 fyrir Íslandsmeisturum Vals í körfuknattleik karla þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Höttur var yfir þegar rúm mínúta var eftir.


Höttur var yfir 17-18 eftir fyrst leikhluta og byrjaði annan leikhluta á að skora 9 stig í viðbót og ná þar með tíu stiga forskoti. Þá lifnaði yfir Valsmönnum, sem snéru stöðunni úr 32-37 í 40-37 rétt fyrir hálfleik þar sem þeir voru yfir 43-40.

Valsmenn voru mun betri í þriðja leikhluta og voru að honum loknum yfir 68-56. Höttur skoraði hins vegar tíu stig í röð í byrjun fjórða leikhluta og galopnaði leikinn með að minnka muninn í 70-68.

Höttur var síðan yfir 75-79 þegar 1:15 mínúta var eftir. Þá settu Valsmenn sjö stig í röð og unnu. Obie Trotter var stigahæstur hjá Hetti með 20 stig.

Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á fimmtudagskvöld.