Knattspyrna: Tvö valin í unglingalandsliðin
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. jan 2023 09:33 • Uppfært 02. jan 2023 09:36
Þau Björg Gunnlaugsdóttir og Kristófer Máni Sigurðsson, bæði úr Hetti, hafa verið valin til æfinga með íslensku ungmennalandsliðunum í knattspyrnu.
Kristófer Máni á ekki enn að baki meistaraflokksleik enda valinn í U-15 ára liðið. Hann er hins vegar meðal 28 leikmanna sem valdir hafa verið til æfinga í lok næstu viku.
Björg á hins vegar að baki 20 leiki með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni auk fjögurra leikja með U-16 ára landsliðinu fyrr á þessu ári.
Hópurinn hjá U-17 ára liðinu telur 24 leikmenn. Æfingarnar í byrjun næstu viku eru liður í undirbúningi fyrir verkefni fyrri hluta ársins. Það tekur þátt í æfingamóti í Portúgal snemma í febrúar en spilar svo í forkeppni Evrópumótsins í mars.
Mynd: Unnar Erlingsson