Skip to main content

Knattspyrna: Sjö mörk og sigurmark í lokin hjá FHL gegn ÍA – Myndir

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. maí 2024 11:39Uppfært 13. maí 2024 11:42

FHL sigraði nýliða ÍA 4-3 í leik liðanna í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. KFA og Höttur/Huginn gerðu jafntefli í sínum leikjum í annarri deild karla en kvennalið Einherja tapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum í annarri deild kvenna.


Það var nóg af mörkum og ekki alltaf langt á milli þeirra í Fjarðabyggðarhöllinni í gær. Emma Hawkins skoraði fyrsta markið fyrir FHL á 19. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 26. mínútu.

FHL komst aftur yfir tveimur mínútum síðar með marki sem skráð er á markvörð ÍA. Samantha Smith tryggði síðan 3-1 forskot með marki á 37. mínútu.

ÍA tókst að jafna seint í seinni hálfleik en fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Emma sigurmarkið. FHL er efst í deildinni, að minnsta kosti um stundarsakir, þar aðeins það og ÍA hafa spilað tvo leiki.

Einherji byrjaði leiktíðina í annarri deild kvenna á útileik gegn KR, sem féll úr Lengjudeildinni í fyrra. KR vann leikinn 2-0 en fyrra markið var skorað eftir nokkurra sekúndna leik.

Í annarri deild karla gerðu bæði Austfjarðaliðin jafntefli. KFA átti heimaleik gegn Víkingi Ólafsvík. Marteinn Már Sverrisson skoraði á 18. mínútu og Eggert Gunnþór Jónsson bætti við öðru marki fimm mínútum síðar.

Víkingur minnkaði muninn eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og jafnaði á 83. mínútu. Leikurinn var nokkuð heitur og fóru ellefu gul spjöld á loft, þar af fékk Dani Ndi, sem spilaði með Hetti/Huginn í fyrra en er nú hjá Víkingi. Þau komu með fjögurra mínútna millibili í uppbótartíma.

Höttur/Huginn fór í Vogana og gerði 1-1 jafntefli við Þrótt. Víðir Freyr Ívarsson kom Hetti/Huginn yfir á 8. mínútu en heimaliðið jafnaði á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Myndir: Unnar Erlingsson

[widgetkit id="343" name="20240512: Fótbolti: FHL - ÍA - Unnar"]