Skip to main content

Knattspyrna: KFA unnið fyrstu tvo leikina í Lengjubikarnum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. mar 2023 08:03Uppfært 02. mar 2023 08:05

Knattspyrnufélag Austfjarða hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum þetta árið. Karlalið Hattar/Hugins er komið með sigur en kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis tapaði í fyrstu umferð.


KFA vann Magna í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag 4-1. William Suárez kom KFA yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik skoraði Vice Kendes tvö mörk og Marteinn Már Sverrisson eitt úr víti áður en Grenivíkurliðið náði einu úr víti undir lokin.

Höttur/Huginn lagði Fjallabyggð 3-1 á Fellavelli. Bjarki Fannar Helgason skoraði á 18. Mínútu og Arnór Snær Helgason fimm mínútum síðar. Þriðja markið kom frá Árna Veigari Árnasyni skömmu fyrir leikslok.

Katrín Edda Jónsdóttir skoraði bæði mörk Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis, sitt í hvorum hálfleik, í 2-4 tapi gegn Grindavík. Austfjarðaliðið komst yfir með báðum mörkunum en gestirnir jöfnuðu jafn harðan og sigldu svo fram úr síðustu 20 mínúturnar.

KFA situr hjá um helgina en Höttur/Huginn mætir Völsungi, Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Fram og Spyrnir hefur leik gegn Samherjum.