Knattspyrna: Höttur/Huginn tapaði fyrir Magna í Lengjubikarnum
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. mar 2023 07:56 • Uppfært 15. mar 2023 08:20
Höttur/Huginn var eina austfirska liðið til að spila í Lengjubikarnum í knattspyrnu um síðustu helgi og tapaði þar gegn Magna á Grenivík. Hin liðin spila öll um næstu helgi.
Magni vann leikinn 2-1 í Bdeild karla. Mark Hattar/Hugins var sjálfsmark skömmu fyrir lok leiksins.
Spyrnir átti líka að spila um síðustu helgi, við Tindastól á Sauðarkróki. Önnur tilraun verður gerð til að spila þann leik um næstu helgi.
KFA mætir Dalvík/Reyni en Höttur/Huginn situr hjá í B-deild karla um helgina. Í B-deild kvenna á Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir leik gegn Augnabliki á útivelli.