Knattspyrna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir tapaði á marki í uppbótartíma
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. apr 2023 10:15 • Uppfært 24. apr 2023 10:21
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir lauk keppni í B deild Lengjubikars kvenna með 3-2 tapi gegn HK á laugardag. Tveir nýir spænskir leikmenn komu við sögu í leiknum.
Liðin börðust lengi síðasta sumar um að komast upp í úrvalsdeild kvenna en tókst að lokum hvorugu. HK byrjaði betur og skoraði tvö mörk með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleik.
Í hálfleik komu tveir nýir leikmenn inn á, sem komu frá Spáni í síðustu viku, þær Alba Prunera og Barbara Perez.
Á 51. mínútu minnkaði Natelie Cooke muninn úr vítaspyrnu og sjö mínútum síðar jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir. Í uppbótartíma skoraði landsliðskonan fyrrverandi, Guðmunda Brynja Óladóttir sigurmark HK.
FHL endaði í 6. – 7. sæti deildarinnar með sex stig úr tveimur sigurleikjum. Næsta verkefni liðsins er bikarleikur gegn Einherja á fimmtudagskvöld. Fyrsti leikurinn í Íslandsmóti verður svo gegn KR 1. maí.
Mynd: Unnar Erlingsson