Skip to main content

Knattspyrna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir áfram í bikarnum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. apr 2023 08:59Uppfært 28. apr 2023 09:08

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis vann í gærkvöldi Einherja 2-0 í fyrstu umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni.


Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fyrst Björg Gunnlaugsdóttir á 20. mínútu og svo Halldóra Birta Sigfúsdóttir tíu mínútum síðar. Þegar hefur verið dregið í annarri umferð. FHL tekur á móti Völsungi þann 7. maí.

Deildarkeppni byrjar hjá austfirsku liðunum á mánudag. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir tekur á móti KR í Lengjudeildinni en Einherji spilar gegn ÍH í Hafnarfirði í annarri deild.