Karlaliðið úr leik í bikarkeppninni í blaki
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. feb 2010 14:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Karlalið Þróttar Neskaupstað er úr leik í bikarkeppninni í blaki. Seinni forkeppni bikarkeppninnar fór fram á Akureyri um helgina þar sem spilað var um tvö laus sæti í undanúrslitum keppninnar.
Þróttur tapaði fyrir HK og KA en vann Grindavík, Hamar og Hrunamenn. Það dugði ekki til, HK og KA fóru í undanúrslitin en Þróttur varð í þriðja sæti. Kvennaliðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni bikarsins sem fram fer í Laugardalshöll í næsta mánuði.
Kvennalið Þróttar varð bikarmeistari árið 2008 og komst í úrslit í fyrra.