Skip to main content

Jón Björnsson atskákmeistari Austurlands

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. maí 2010 11:46Uppfært 08. jan 2016 19:21

Atskákmót Austurlands var haldið á dögunum í Eskifjarðarskóla. Fimm keppendur tóku þátt í mótinu.   Atskákmeistari Austurlands varð Jón Björnsson, Egilsstöðum.

jon_bjornsson.jpgMótið sem átti upphaflega að halda 17. apríl var frestað til 24. apríl og fór þá fram á Eskifirði.  Enginn mætti til leiks í unglingaflokki og féll hann því niður.  Fimm þátttakendur voru í flokki fullorðinna. 

Atskákmeistari Austurlands varð Jón Björnsson Egilsstöðum.  Í öðru sæti varð Hákon Sófusson Eskifirði og í þriðja sæti Rúnar Hilmarsson, Reyðarfirði.

Heimasíða Skáksambands Austurlands.