Skip to main content

Höttur í undanúrslitum Lengjubikars kvenna

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. maí 2012 11:12Uppfært 08. jan 2016 19:23

hottur_volsungur_kvk.jpg
Höttur mætir Haukum í undanúrslitum C-deildar Lengjubikars kvenna á morgun. Fjarðabyggð hampaði nýverið Síldarvinnslubikarnum í knattspyrnu.

Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 13:30 á Framvellinum í Safamýri í Reykjavík. Höttur komst í úrslit keppninnar með því að verða í öðru sæti þriðja riðils á eftir Völsungi.

Höttur vann Fjarðabyggð/Leikni 2-0 um síðustu helgi með mörkum Fanndísar Óskar Björnsdóttur og Örnu Óttarsdóttur. Áður hafði liðið tapaði 3-1 fyrir Völsungi en unnið Tindastól 0-5 þar sem Magdalena Anna Reimus skoraði þrennu.

Fjarðabyggð/Leiknir varð í þriðja sæti riðilsins með eitt stig eftir markalaust jafntefli við Tindastól.

Ekkert austfirsku liðanna komst áfram í Lengjubikar karla. Fjarðabyggð var næst því í þriðja riðli B deildar þar sem liðið varð jafnt Fjallabyggð að stigum. Norðlendingarnir komust áfram á markatölu.

Fjarðabyggð vann hins vegar Síldarvinnslumótið, Austurlandsmót meðal meistaraflokka karla. Fjarðabyggð fékk 13 stig en Höttur tíu var í öðru sæti með tíu. Liðin hefja leik í Íslandsmótinu eftir viku. Tvær vikur eru í keppni í 1. deild kvenna og þriðju deild karla.