Skip to main content

Höttur tapaði seinasta leiknum og Þróttur undanúrslitunum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. mar 2010 22:22Uppfært 08. jan 2016 19:21

Körfuknattleikslið Hattar tapaði lokaleik sínum í 1. deild karla fyrir Þór Þorlákshöfn. Kvennalið Þróttar í blaki féll úr leik í undanúrslitum.

 

ImageEftir að hafa tryggt sæti sitt í deildinni að ári með þremur sigrum í seinustu fjórum leikjum tapaði Höttur 67-82 í lokaumferðinni fyrir Þór Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Höttur lauk tímabilinu í sjötta sæti með fjórtán stig.

Þróttur féll úr leik í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki á laugardag þegar liðið tapaði fyrir HK í þremur hrinum, 13-25, 23-25 og 18-25. HK vann síðan KA í úrslitum.

Þróttur leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppni 1. deildar á miðvikudag þegar liðið tekur á móti KA í Neskaupstað.