Höttur tapaði seinasta leiknum og Þróttur undanúrslitunum
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. mar 2010 22:22 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Körfuknattleikslið Hattar tapaði lokaleik sínum í 1. deild karla fyrir Þór Þorlákshöfn. Kvennalið Þróttar í blaki féll úr leik í undanúrslitum.
Eftir að hafa tryggt sæti sitt í deildinni að ári með þremur sigrum í seinustu fjórum leikjum tapaði Höttur 67-82 í lokaumferðinni fyrir Þór Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Höttur lauk tímabilinu í sjötta sæti með fjórtán stig.Þróttur féll úr leik í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki á laugardag þegar liðið tapaði fyrir HK í þremur hrinum, 13-25, 23-25 og 18-25. HK vann síðan KA í úrslitum.
Þróttur leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppni 1. deildar á miðvikudag þegar liðið tekur á móti KA í Neskaupstað.