Skip to main content

Höttur úr fallsæti með sigri á Ármanni

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. jan 2011 13:07Uppfært 08. jan 2016 19:22

karfa_armann_hottur_0045_web.jpgHöttur Egilsstöðum og Ármann mættust í mikilvægum leik á Egilsstöðum í gærkvöldi þar sem Hattarmenn kvittuðu fyrir tapið gegn Ármenningum í fyrri umferðinni. Með sigrinum náði Höttur einnig innbyrðisviðureigninni á sitt vald og eru núna búnir að bæja sér frá botni 1. deildar um hríð.

 

Lokatölur á Egilsstöðum í kvöld voru 74-68 Hetti í vil þar sem Daniel Terrell og Viðar Örn Hafsteinsson voru báðir með 25 stig í liði Hattar. Hjá Ármenningum var Egill Vignisson með 23 stig.
 
Höttur er nú í 7. sæti deildarinnar með 6 stig en Ármann á botninum með 4.