Höttur fékk Goðaskjöldinn
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. mar 2011 17:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Lið Hattar fékk Goðaskjöldinn fyrir framkomu sína utan og innan vallar á
Goðamótinu sem fram fór á Akureyri fyrir skemmstu. Þangað fóru lið í 5.
og 6. flokki kvenna sem kepptu í flokki B-liða.
Sjötta flokks liðið lenti í öðru sæti en fimma flokks liðið vann flokk b-úrslit, lentu í fimmta sæti mótsins og fóru heim með bikar. Þjálfarar liðanna eru María Lena Heiðarsdóttir og Sigríður Baxter.