Skip to main content

Hreinn Halldórsson afhenti verðlaun á Evrópumóti í frjálsíþróttum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2011 22:39Uppfært 08. jan 2016 19:22

hreinn_halldorsson.jpgHreinn Halldórsson, yfirmaður íþróttamannvirkja Fljótsdalshéraðs og einn öflugasti kúluvarpari sem Íslendingar hafa átt, afhenti nýverið verðlaun á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

 

Hreinn, sem varð Evrópumeistari árið 1977 í San Sebastian í Frakklandi afhenti verðlaun í kúluvarpi kvenna en mótið fór fram í París. Hann átti um tíma Íslandsmetið í kúluvarpi og komst í úrslit á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Hann keppti á Evrópumótunum 1976 og 1981 auk mótsins í San Sebastian.

Með honum í för að þessu sinni var Lovísa dóttir hans. Hún vann fyrr í vetur ferð fyrir tvo á mótið og tók föður sinn með.