Hetti spáð falli
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. okt 2017 17:32 • Uppfært 03. okt 2017 17:32
Körfuknattleksliði Hattar er spáð falli í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í efstu deild karla í körfuknattleik.
Þrjú lið eru áberandi neðst í spánni, Höttur, Valur og Þór Akureyri. Þór er spáð neðsta sætinu og fékk liðið langfæst stig í kjörinu.
Hetti er spáð ellefta sætinu en er ekki fjarri Val. Liðin komu saman upp úr fyrstu deildinni í fyrra.
KR er spáð efsta sætinu og Tindastóli öðru.
Keppni í deildinn hefst í vikunni og tekur Höttur á móti Stjörnunni, sem spáð er fimmta sætinu, á fimmtudagskvöld í fyrstu umferðinni.
Spáin í heild:
1. KR 414 stig
2. Tindastóll 403 stig
3. Grindavík 319 stig
4. Njarðvík 267 stig
5. Stjarnan 266 stig
6. Þór Þ. 246 stig
7. Keflavík 239 stig
8. ÍR 191 stig
9. Haukar 189 stig
10. Valur 89 stig
11. Höttur 84 stig
12. Þór Ak. 60 stig