Skip to main content

Heimsmeistaramótsfarar sviknir um hjól

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. sep 2010 11:22Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageÍslenska landsliðið í mótorkrossi var svikið um hjól sem því hafði verið lofað til notkunar í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum. Egilsstaðabúinn Hjálmar Jónsson er einn liðsmanna.

 

Pressan greinir frá þessu. Þar segir að við komuna til Bandaríkjanna hafi liðinu verið tilkynnt um að hjólin, sem liðið átti að æfa og keppa á, væru ekki lengur aðgengileg.

Liðsstjóri liðsins setti auglýsingu um að liðið vantaði þrjú hjól og kerru til að geta keppt. Bandarísk fjölskylda hafði samband og bauð liðsmönnunum þremur æfingaaðstöðu og hjól. Síðar hafði Kawasaki-umboðið á svæðinu samband og útvegaði hjól.

Keppnin fer fram í Denver í Kóloradófylki í Bandaríkjunum. Forkeppnin fer fram í dag og aðalkeppnin á morgun.