Heimir: Alveg jafn sár eftir þennan leik og seinasta tapleik
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. jún 2011 02:16 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, var súr í bragði eftir að
lið hans hafði tapað fyrir Hetti í Austfjarðaslagnum í annarri deild
karla í knattspyrnu í gærkvöld. Hann vildi samt ekki gera neitt meira úr
leiknum þótt um nágrannaslag toppliðanna hefði verið að ræða.
„Þetta var bara einn leikur. Við töpuðum bara þremur stigum og þeir fengu þrjú. Við töpuðum ekki tíu og þeir fengu ekki tíu. Nágrannaslagir eru alltaf sérstakir en ég er jafn sár eftir þennan tapleik og þann seinasta,“ sagði Heimir í samtali við Agl.is eftir leikinn.
Heimir sagði samt að lítið hefði skilið á milli liðanna þótt Höttur hafi landað sigrinum. „Mér fannst þetta mjög jafn fótboltaleikur en við vorum ekki nógu klókir í seinni hálfleik. Hattarmenn lifa á aukaspyrnum, hornspyrnum og innköstum og eru mjög sterkir þar. Lukkan er Hattarmegin núna og liðið er komið í góða stöðu.“
Fjarðabyggð leikur næst gegn Aftureldingu á heimavelli eftir viku. „Það eru enn þrír mánuðir eftir af mótinu. Við verðum að vinna heimaleikina okkar.“
Meðþjálfari Hauks, Haukur Ingvar Sigurbergsson, var á leikskýrslu í kvöld annan leikinn í röð. Hann hefur ekki leikið síðan á undirbúningstímabilinu fyrra þegar hann sleit krossbönd í hné.
„Það styttist í hann en við viljum ekkert flýta okkur. Hann lenti í erfiðum meiðslum. Haukur hefði getað komið inná í kvöld. Hann spilar fljótlega, vonandi í næsta leik.“
Heimir sagði samt að lítið hefði skilið á milli liðanna þótt Höttur hafi landað sigrinum. „Mér fannst þetta mjög jafn fótboltaleikur en við vorum ekki nógu klókir í seinni hálfleik. Hattarmenn lifa á aukaspyrnum, hornspyrnum og innköstum og eru mjög sterkir þar. Lukkan er Hattarmegin núna og liðið er komið í góða stöðu.“
Fjarðabyggð leikur næst gegn Aftureldingu á heimavelli eftir viku. „Það eru enn þrír mánuðir eftir af mótinu. Við verðum að vinna heimaleikina okkar.“
Meðþjálfari Hauks, Haukur Ingvar Sigurbergsson, var á leikskýrslu í kvöld annan leikinn í röð. Hann hefur ekki leikið síðan á undirbúningstímabilinu fyrra þegar hann sleit krossbönd í hné.
„Það styttist í hann en við viljum ekkert flýta okkur. Hann lenti í erfiðum meiðslum. Haukur hefði getað komið inná í kvöld. Hann spilar fljótlega, vonandi í næsta leik.“