Skip to main content

Haustak í úrslit

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. mar 2010 09:49Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sveit Haustaks verður meðal tólf sveita sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í bridge. Fjörutíu sveitir tóku þátt í undankeppni mótsins um helgina en þar af voru þrjár austfirskar sveitir.

 

Sveitin varð í þriðja sæti í C-riðli með 151 stig. Hana skipa bræðurnir Pálmi, Guttormur og Stefán Kristmannssynir, Þorsteinn Bergsson og Magnús Ásgrímsson. Úrslitakeppnin fer fram í Reykjavík í lok apríl.