Skip to main content

Hattarmenn taka á móti Haukum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2010 17:20Uppfært 08. jan 2016 19:21

Höttur tekur á móti Haukum í kvöld í 1. deild karla í körfuknattleik. Liðið batt enda á átta leikja taphrinu með því að leggja Hrunamenn í suðurferð fyrir hálfum mánuði en tapaði fyrir Val í sömu ferð.

 

karfa_hottur_thorak_web.jpgAkeem Clark, nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Hattar, spilaði mjög vel gegn Hrunamönnum en meiddist illa. Hann gat því lítið beitt sér gegn Val og gat lítið æft í seinustu viku.

Pólski miðherjinn Milosz Krajewski spilaði á móti mjög vel með Hrunamönnum. Björn Einarsson, þjálfari Hattar, vonar að þeir verði báðir heilir og tilbúnir í leikinn gegn Haukum í kvöld en hann ætlar að spila þann leik. „Það er komið smá hungur í menn til að vinna leiki.“

Leikurinn hefst klukkan 18:00 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.