Skip to main content

Góður árangur fimleikafólks á fyrsta móti vetrarins

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. nóv 2010 14:40Uppfært 08. jan 2016 19:21

fimleikar.jpgFimleikadeild Hattar fór á fyrsta mót vetrarins í 1. deild fimleikasambands Íslands um síðustu helgi, þetta var haustmót FSÍ sem haldið var á Selfossi og voru skráðir til leiks 640 keppendur. 

 

Þrjátíu og þrír krakkar fóru til keppni í Landsreglum á aldrinum 10- 19 ára og var keppt í  þremur flokkum. Allir flokkar voru mjög fjölmennir og var hörð keppni í öllum flokkum.

Í 5. flokki (9-12 ára) fengu keppendur brons fyrir samanlagðan árangur en þetta er í fyrsta skipti sem fimleikadeild Hattar hlýtur verðlaun í þessum flokki. 

Í 4. flokki (12-15 ára) voru keppendur með hæstu einkunn á trampólíni allra liða og enduðu í 7 sæti fyrir samanlagðan árangur.

Í 3. flokki (15 ára og eldri) fengu keppendur gull fyrir samanlagðan árangur.

fimleikar3.jpgfimleikar2.jpg