Grímur Magnússon heiðraður fyrir störf í þágu blakíþróttarinnar
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. feb 2024 14:44 • Uppfært 27. feb 2024 12:30
Grímur Magnússon, blakfrömuður í Neskaupstað, hlaut um síðustu helgi viðurkenninguna Eldmóð sem veitt er fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttarinnar.
Grímur tók á sínum tíma þátt í að stofna blakdeild Þróttar Neskaupstað og eins og segir í frétt Blaksambands Íslands þá sat hann þar bókstaflega við stýrið í fjölda ára, því hann keyrði liðsrútuna hvert sem farið var.
Grímur spilaði með meistaraflokki og þjálfaði alla aldurshópa. Eftir að hans eigin leikmannsferli var hann áfram tilbúinn í þjálfun, dómgæslu og önnur félagsstarf.
Harpa Grímsdóttir, dóttir Gríms, tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd en hún var afhent fyrir úrslitaleiki bikarkeppninnar. Viðurkenningin er veitt til kynningar um Mundínu Ásdísi Kristinsdóttur þeim sem lagt hefur af mörkum óeigingjarnt starf í þágu blakíþróttarinnar á Íslandi.
Harpa, til vinstri, með viðurkenninguna ásamt Þorgerði Kristinsdóttur, systur Mundínu og Kristínu Reynisdóttur. Mynd: Blaksamband Íslands/Mummi Lú