Grease og Lína Langsokkur í fimleikaútgáfu – Myndir
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. jan 2016 15:32 • Uppfært 21. jan 2016 15:34
Fimleikadeild Hattar stóð fyrir árlegri nýárssýningu sinni síðasta laugardag. Á sýningunni eru gjarnan tekin vinsæl barnaleikverk og færð í fimleikaútgáfu.
Sú var línan að þessu sinni þar sem yngri iðkendur deildarinnar sýndu verkið um Línu Langsokk á meðan hinir eldri sýndu listir sínar við Grease.
Mikil vinna er að baki sýningunni, bæði við æfingar til að ná samhæfingu en ekki síður við að gera búningana sem voru afar litríkir að þessu sinni.
Austurfrétt leit við og fangaði nokkur eftirminnileg augnablik.