Skip to main content

Frækinn sigur Þróttar

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. mar 2010 10:18Uppfært 08. jan 2016 19:21

Kvennalið Þróttar vann í fyrrakvöld 3-2 sigur á HK í stórkostlegum leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í blaki í Neskaupstað. HK-ingar eru ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistarar.

 

ImageLeikurinn stóð í rúmar tvær klukkustundir og áhorfendur voru um tvö hundruð talsins.

Þróttur vann fyrstu hrinuna 25-17 en HK þá næstu 18-25. Þróttur leiddi lengst af í þriðju hrinu en HK jafnaði 23-23. Heimastúlkur sigu fram úr í lokin og unnu 26-24.

Kópavogsstúlkur snéru á móti fjórðu hrinunni sér í vil og vann 23-25. Í oddahrinunni var staðan jöfn, 9-9 en þá sigu Norðfirðingar fram úr á ný og unnu 15-11.

Þróttur tekur á móti Fylki um helgina. Leikið verður í kvöld klukkan 19:30 og á morgun klukkan 14:00.