Skip to main content

Frjálsíþróttir: Tvenn gullverðlaun á Unglingameistaramóti innanhúss

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. feb 2023 10:38Uppfært 02. feb 2023 10:38

Viktor Ívan Vilbergsson og Hafdís Anna Svansdóttir, keppendur frá UÍA, komu bæði heim með gullverðlaun í 800 metra hlaupi af Unglingameistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var í Hafnarfirði um síðustu helgi.


Viktor Ívan var í flokki 18-19 ára pilta. Hann hljóp 800 metrana á 2:11,55 mínútum. Hann tók einnig þátt í 400 metra hlaupi og varð þar þriðji á 55,81 sek.

Hafdís Anna keppti í flokki 15 ára stúlkna. Hún hljóp 800 metrana á 2:35,30 sek. Hún varð einnig önnur í 300 metra hlaupi á tímanum 44,49. Hún stökk einnig langstökk en endaði þar í sjöunda sæti.

Viktor Ívan er alinn upp hjá Leikni Fáskrúðsfirði en Hafdís Anna hjá Hetti.

Viktor Ívan, til hægri, ásamt Friðbirni Árna Sigurðssyni úr UÍA að loknu móti sumarið 2020. Mynd: Aðsend