Fótbolti: Þrjú í unglingalandsliðunum
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. nóv 2022 10:12 • Uppfært 15. nóv 2022 10:58
Þrír leikmenn Hattar hafa síðustu daga verið valdir til æfinga með ungmennalandsliðunum í knattspyrnu.
Björg Gunnlaugsdóttir, úr meistaraflokksliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis, er í U-17 ára landsliðshópi kvenna sem kemur saman til æfinga á morgun.
U-16 ára hópurinn æfir síðan eftir viku. Í honum er Íris Vala Ragnarsdóttir sem einnig á að baki nokkra leiki með meistaraflokki.
U-16 ára hópur karla æfir loks í lok mánaðarins. Í hann var valinn Árni Veigar Árnason sem í lok sumars fékk sín fyrstu tækifæri með Hetti/Huginn í annarri deild karla.
Mynd: Unnar Erlingsson