Skip to main content

Fótbolti: KFA vann sinn riðil í Lengjubikarnum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. apr 2024 10:34Uppfært 02. apr 2024 10:34

KFA tapaði ekki leik í fjórða riðli B deildar Lengjubikars karla. FHL vann sinn fyrsta leik í B deild kvenna á þessari leiktíð á skírdag.


Fyrir leik sinn gegn Fjallabyggð á fimmtudag hafði KF unnið alla leiki sína fjóra. Leikurinn í Fjarðabyggðarhöllinni endaði með 1-1 jafntefli. Matheus Bettio Gotler jafnaði fyrir KFA á 54. mínútu, þremur mínútum eftir að gestirnir komust yfir.

KFA fór því taplaust í gegnum riðilinn og náði í 13 stig af 15 mögulegum. Liðið leikur gegn Haukum í undanúrslitum á Dalvík þann 20. apríl.

Höttur/Huginn á enn eftir leik gegn Kormáki/Hvöt sem frestað var fyrir tíu dögum. Um helgina fer bikarkeppni karla af stað þar sem Höttur/Huginn leikur gegn Spyrni á föstudag.

Í B deild kvenna vann FHL sinn fyrsta leik þegar liðið lagði HK á skírdag. Gestirnir komust yfir á 3. mínútu Björg Gunnlaugsdóttir jafnaði á 7. mínútu og Samantha Smith skoraði sigurmarkið á 11. mínútu. Hún er ein fjögurra erlendra leikmanna sem komu til móts við liðið í nýafstaðinni æfingaferð Spánar. FHL er í sjöunda sæti deildarinnar.

Einherji lauk keppni í neðsta sæti C deildar kvenna en liðið vann einn leik.