Skip to main content

Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. feb 2010 10:32Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Lengjubikarsins um helgina 0-1. Mark Þórsara, sem voru sterkari aðilinn í leiknum, kom skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

 

ImageHaukur Ingvar Sigurbergsson, fyrirliði Fjarðabyggðar, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hann er uppalinn hjá félaginu en lék í tvö ár með KA.

Þá hefur kvennaliðinu borist liðsstyrkur en Petra Lind Sigurðardóttir er komin heim. Hún er alin upp hjá Þrótti en hefur undanfarin ár leikið með KA/Þór og Breiðabliki. Hún var frá seinasta sumar vegna meiðsla. Petra á að baki nokkra U-19 ára landsleiki.