Fimm frá Þrótti á Norðurlandamóti
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. okt 2010 15:58 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Fimm leikmenn frá Þrótti Neskaupstað voru í U-17 ára landsliði
Íslendinga sem tók þátt í Norðurlandamótinu í blaki í seinustu viku.
Lilja Einarsdóttir var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Mótið fór fram í Ikast í Danmörku. Íslendingar urðu í fimmta sæti mótsins eftir 3-1 sigur á Færeyingum í seinasta leik. Finnar urðu Norðurlandameistarar.
Lilja Einarsdóttir, Þrótti, var valin mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Auk hennar voru í hópnum frá Þrótti þær Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Hafrún Hálfdánardóttir og Kristina Apostolova. Þjálfari liðsins, Apostol Apostolov, kom einnig frá Norðfirði.
U-17 ára hópurinn sem fór til Ikast. Nr. 16 Lilja Einarsdóttir, Nr. 9 Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, Nr. 11 Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Nr. 5 Hafrún Hálfdánardóttir, Nr. 8 ( í hvítum búning) Kristina Apostolova
Lilja Einarsdóttir, Þrótti, var valin mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Auk hennar voru í hópnum frá Þrótti þær Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Hafrún Hálfdánardóttir og Kristina Apostolova. Þjálfari liðsins, Apostol Apostolov, kom einnig frá Norðfirði.
U-17 ára hópurinn sem fór til Ikast. Nr. 16 Lilja Einarsdóttir, Nr. 9 Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, Nr. 11 Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Nr. 5 Hafrún Hálfdánardóttir, Nr. 8 ( í hvítum búning) Kristina Apostolova