Skip to main content

Fékk viðurkenninguna afhenta sautján árum síðar

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. maí 2016 10:19Uppfært 10. maí 2016 10:22

Ívar Ingimarsson fékk um helgina afhenta viðurkenningu Morgunblaðsins sem leikmaður ársins á Íslandsmóti karla í knattspyrnu árið 1999.


Ívar spilaði það sumar hjá ÍBV og varð ásamt markverðinum Birki Kristinssyni efstur í einkunnagjöf íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Viðurkenningin markaði tímamót því aldrei áður höfðu tveir leikmenn sama liðs orðið í efsta sæti.

Birkir og Ívar fengu alls 19 M í 18 leikjum. Ekki náðist í Ívar við afhendingu verðlaunanna þar sem hann var staddur í Hollandi við æfingar. Síðasta setning fréttar Morgunblaðsins um verðlaunin er: „Þeir fá viðurkenningar sínar afhentar við fyrsta tækifæri.“

Viðurkenninguna fékk Ívar loks afhenta á herrakvöldi Hattar síðastliðið laugardagskvöld.

Að loknu tímabilinu 1999, þar sem ÍBV varð í öðru sæti Íslandsmótsins, var Ívar lánaður til Torquay í Englandi áður en hann skiptir yfir í Brentford. Þar með var hafinn atvinnumannsferill hans sem stóð til ársins 2012.

Mynd: Höttur