Skip to main content

Erna vann til tvennra bronsverðlauna

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. jan 2011 23:29Uppfært 08. jan 2016 19:22

erna_fridriksdottir.jpgErna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, vann til tvennra bronsverðlauna á skíðamóti í Colorado í Bandríkjununum nýverið. Erna er þar við æfingar en hún var fyrir jól útnefnd íþróttakona ársinshjá Íþróttasambandi fatlaðra.

 

Þetta er fimmti veturinn þar sem Erna æfir í Winter Park í Colorado. Hún keppti á Ski Spectacular Copper Mountain 2010 á mono-sleða. Hún náði þriðja sæti í stórsvigi og svigi. Í annarri keppni í stórsvigi varð hún í fjórða sæti en í svigi missti hún af hliði og féll úr leik.