Erna íþróttakona ársins
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. des 2010 16:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, var í gær
útnefnd íþróttakona ársins hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Hún varð á
árinu fyrsta konan til að keppa á vetrarólympíuleikum fatlaðra fyrir
hönd Íslands.
Erna var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna í gær því hún er farin utan til Bandaríkjanna til æfinga. Faðir hennar, Friðrik Guðmundsson, tók við verðlaunum í hennar stað.
Í lok seinasta árs varð hún fyrst íslenskra kvenna til að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikum fatlaðra. Þeir fóru fram í Vancouver í Kanada í mars þar sem Erna keppti í tveimur greinum. Hún féll úr leik í þeim báðum en segist staðráðin í að vinna sér þátttökurétt á næstu leikum.
Í lok seinasta árs varð hún fyrst íslenskra kvenna til að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikum fatlaðra. Þeir fóru fram í Vancouver í Kanada í mars þar sem Erna keppti í tveimur greinum. Hún féll úr leik í þeim báðum en segist staðráðin í að vinna sér þátttökurétt á næstu leikum.