Erna féll úr leik
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. mar 2010 08:57 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Fellbæingurinn Erna Friðriksdóttir féll í seinni ferðinni í stórsvigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær en leikarnir fara fram í Vancouver í Kanada. Erna hefur þar með lokið þátttöku sinni á leikunum.
Erna fór brautina á tímanum 2.00,62 mínútum í fyrri ferðinni. Hún var langt komin niður seinni ferðina þegar hún féll.Bandaríkjakonan Alana Nichols var fljótust niður en tími hennar samanlagt var 2.57.57 mínútur.
Erna hefur þar með lokið keppni á leikunum en hún varð á mánudag fyrsti íslenski keppandinn í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra þegar hún keppti í svigi.