Skip to main content

Erna féll úr leik

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. mar 2010 08:57Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fellbæingurinn Erna Friðriksdóttir féll í seinni ferðinni í stórsvigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær en leikarnir fara fram í Vancouver í Kanada. Erna hefur þar með lokið þátttöku sinni á leikunum.

 

erna_fridriksdottir.jpgErna fór brautina á tímanum 2.00,62 mínútum í fyrri ferðinni. Hún var langt komin niður seinni ferðina þegar hún féll.

Bandaríkjakonan Alana Nichols var fljótust niður en tími hennar samanlagt var 2.57.57 mínútur.

Erna hefur þar með lokið keppni á leikunum en hún varð á mánudag fyrsti íslenski keppandinn í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra þegar hún keppti í svigi.