Datt þeirra megin í dag
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. júl 2010 20:47 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Fjölnir sigraði í dag Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu 0-1 á Eskifjarðarvelli.
Sigurmarkið kom tveimur mínútum fyrir leikslok. Þjálfari Fjarðabyggðar
segja gestina úr Grafarvoginum hafa verið heppnari.
Bæði lið höfðu átt ágætis færi í leiknum og markvörður Fjarðabyggðar, Srdjan Rajkovic, bjargað 2-3 sinnum mjög vel. Hinum megin hafði Fjarðabyggð álíka oft tekist að opna vörn Fjölnis en skotin geiguðu. Sigurmarkið var fast skot utan af hægri kanti sem sveif inn á nærstöng.
Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar sagði sigurinn hafa „dottið“ Fjölnismegin. Hann var ekki ósáttur við leik Fjarðabyggðar en sagði sína leikmenn „ekki hafa verið nógu klóka í sókninni á blautum velli. Þetta var algjör jafnteflisleikur.“
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var flautaður af eftir 25 mínútur vegna þess að völlurinn var hreinlega á floti. Í samtali við Agl.is eftir leikinn í dag sagði Heimir að aldrei hefði átt að flauta þann leik á. Menn hafi ekki áttað sig fyllilega á aðstæðum og dómarinn gert sitt besta til að halda leiknum gangandi.
Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar sagði sigurinn hafa „dottið“ Fjölnismegin. Hann var ekki ósáttur við leik Fjarðabyggðar en sagði sína leikmenn „ekki hafa verið nógu klóka í sókninni á blautum velli. Þetta var algjör jafnteflisleikur.“
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var flautaður af eftir 25 mínútur vegna þess að völlurinn var hreinlega á floti. Í samtali við Agl.is eftir leikinn í dag sagði Heimir að aldrei hefði átt að flauta þann leik á. Menn hafi ekki áttað sig fyllilega á aðstæðum og dómarinn gert sitt besta til að halda leiknum gangandi.