Skip to main content

Bogfimi: Fern verðlaun austur á Íslandsmóti unglinga

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. mar 2024 10:07Uppfært 20. mar 2024 10:16

Ungmenni úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) fengu fern verðlaun á Íslandsmóti U-16 og U-18 ára sem haldið var fyrr í mánuðinum.


Bestu árangri náðu Helga Bjarney Ársælsdóttir sem keppti til úrslita í sveigboga kvenna U-16 ára. Þar var jafnt eftir venjulegan leik og þurfti því að grípa til bráðabana.

Þar skýtur hvor keppandi einni ör að skotmarkinu og vinnur sá sem er nær miðju. Ör keppinautar Helgu Bjarneyjar var 1,5 millimetra nær miðjunni. Helga Bjarney tók einnig bronsverðlaun í keppni U-16 ára með sveigboga.

Í keppni U-18 ára, óháð kyni, varð Viren Reardon í þriðja sæti með trissuboga. Manuel Arnar Logi Ragnarsson varð einnig þriðji í karlaflokki U-16 ára með trissuboga.

Mótið var hið fyrsta sem keppendur SKAUST mættu til í nýjum félagsbúningum.

Mynd: Bogfimisamband Íslands