Skip to main content

Blak: Þróttur í kjörstöðu fyrir sæti í úrslitakeppninni

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. feb 2016 15:49Uppfært 08. feb 2016 15:52

Þróttur Neskaupstað er kominn í kjörstöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Íslandsmóti kvenna í blaki eftir góða byrjun á árinu. Um helgina var Þróttur Reykjavík lagður að velli í Neskaupstað.


Heimaliðið hafði góð tök á leiknum og vann fyrstu tvær hrinurnar 25-13. Gestirnir svöruðu fyrir sig í þeirri þriðju 23-25 en Norðfjarðarliðið vann fjórðu hrinuna 25-19.

Ana María Vidal var langstigahæst með 33 stig, þar af skoraði hún 13 stig beint úr uppgjöf. María Rún Karlsdóttir skoraði 16 stig.

Þróttur er með 22 stig í þriðja sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Stjarnan er í fjórða sætinu með 15 stig og KA í því fimmta með 11 stig. Þróttur hefur unnið bæði liðin í byrjun árs og byggt upp gott forskot.

Styttra er í Aftureldingu sem er í öðru sæti með 24 stig eftir 10 leiki líkt og Þróttur.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Borja González