Skip to main content

Blak: Þróttur Fjarðabyggð í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. feb 2023 10:34Uppfært 22. feb 2023 10:35

Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppa í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar mætir liði KA á útivelli. Kvennaliðið mætir Blakfélagi Hafnarfjarðar, liði úr neðri deild, einnig á útivelli.

Karlaleikurinn fer fram laugardaginn næstkomandi í KA-heimilinu klukkan 13:00. Kvennaleikurinn fer fram á sunnudeginum klukkan 15:00 á Ásvöllum. Liðin keppast þar um sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar sem fara fram á bikarhelgi blaksambandsins 9-12. mars í Digranesi.

Síðastliðna helgi fór fram bikarmót yngri flokka á Akureyri þar sem keppt var í U14, U16 og U20 flokkum. Þróttur Fjarðabyggð var með 7 lið á mótinu og rúmlega 40 ungmenni sem tóku þátt auk þjálfara og fararstjóra. Spilað verður til úrslita og bikarmeistarar í U14 og U16 verða krýndir á bikarhelginni í Digranesi. Þróttur Fjarðabyggð á þrjú lið í úrslitum yngri flokka.

Mynd: Sigga Þrúða.