Skip to main content

Blak: Þróttur á toppnum um jólin

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. des 2012 21:10Uppfært 08. jan 2016 19:23

throttur_hk_blak_april12_0053_web.jpg
Þróttur heldur upp á jólin í efsta sæti fyrstu deildar kvenna í blaki. Liðið lagði Stjörnuna um helgina í Neskaupstað.

Þróttur vann leikinn örugglega, 3-0 í hrinum sem fóru 25-15, 25-20 og 25-19. Elma Eysteinsdóttir var stigahæst í liði Þróttar með 17 stig og Lauren Laquerre skoraði þrettán.

Þróttur er efst í deildinni með 21 stig eftir sjö leiki, fullt hús stiga. Liðið hefur keppni aftur 4. janúar og leikur þá helgi tvo leiki syðra, gegn Aftureldingu og Ými.