Skip to main content

Blak: Þróttur tekur á móti Stjörnunni í undanúrslitum í kvöld

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. mar 2013 13:56Uppfært 08. jan 2016 19:24

throttur_hk_blak_april12_0053_web.jpg
Þróttur tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Karlaliðið hefur leik gegn HK í Kópavogi annað kvöld.

Kvennaliðið tók á móti deildarmeistaratitlinum á laugardag eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit. Annar leikur liðanna er í Garðabæ á miðvikudagskvöld.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á: http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak

Karlaliðið vann sömuleiðis báða leiki sína gegn Þrótti Reykjavík um helgina, 3-1 og 3-2 og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Liðið mætir HK í Kópavogi annað kvöld en annar leikur liðanna í undanúrslitum verður í Neskaupstað á fimmtudag.