Blak: Öruggur sigur á Stál-Úlfi
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. okt 2023 12:18 • Uppfært 02. okt 2023 12:18
Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki er komið með sinn fyrsta sigur í vetur eftir að hafa unnið Stál-Úlf örugglega 0-3 á útivelli um helgina.
Stál-Úlfur hafði frumkvæðið í byrjun fyrstu hrinu en Þróttur tók síðan öll völd. Jafnt var í henni upp í 9-9 en Þróttur vann hrinuna 12-25.
Þróttur vann aðra hrinuna 16-25 og þá þriðju 10-25. Liðið hefur þar með náð í sinn fyrsta sigur en það tapaði fyrir Vestra í fyrstu umferð og er sem stendur í fimmta sæti.
Átta lið spila í deildinni í vetur. Fram í janúar spiluð tvöföld umferð í deildinni, heima og heiman. Þá skiptast liðin í tvennt eftir sætum. Fjögur efstu liðin leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en þau fjögur neðstu spila um sína endanlegu röðun.
Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða