Blak: Nær Þróttur aftur efsta sætinu?
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. des 2012 10:43 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Þróttur Neskaupstað getur endurheimt efsta sætið í fyrstu deild kvenna í blaki um helgina þegar liðið fær KA í heimsókn. Karlaliðin mætast einnig á laugardag.
Þróttur er þremur stigum á eftir HK en á tvo leiki til góða. Sigur á KA ætti því að lyfta þeim í efsta sætið en liðin mætast klukkan 13:30 á laugardag.
Strax á eftir eða klukkan 15:30 mætast karlaliðin. Lið KA hefur undanfarin ár verið eitt af þeim bestu á landinu en hefur farið hægt af stað í haust. Liðið er í fimmta sæti fyrstu deildar karla, tveimur stigum á eftir Þrótti en á tvo leiki til góða.