Skip to main content

Blak: Kvennaliðið hafði ekkert í Aftureldingu

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. des 2024 09:45Uppfært 10. des 2024 09:45

Þróttur tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í úrvalsdeild kvenna í blaki um helgina í leik sem liðið sá nær aldrei til sólar í.


Afturelding vann aðra hrinu 25-16 og þá næstu 25-18. Það helst í þeirri seinni sem Þróttur eygði smá glætu, liðið fór ágætlega af stað og var yfir 7-10 en Afturelding breytti því í 17-11.

Þriðja hrina er með þeim hrikalegri sem Þróttur hefur mátt þola lengi. Afturelding komst í 12-0 og vann hana 25-6.

Þróttur fékk einnig topplið KA í heimsókn síðasta miðvikudagskvöld og átti þar heldur betri dag. Fyrsta hrinan tapaðist 16-25 en sú önnur 19-25. Þróttur náði muninum í henni nokkrum sinnum niður í eitt stig. Í þeirri þriðju var einkum jafnt framan af en KA vann hana að lokum líka 19-25 og leikinn þar með 0-3.

Þróttur er í sjötta sæti deildarinnar með sex stig úr tíu leikjum. Lið Þróttar leika sína síðustu leiki fyrir jól á laugardag. Karlaliðið tekur á móti Völsungi en kvennaliðið á móti HK.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða