Skip to main content

Blak: Karlaliðið tapaði á Ísafirði

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. jan 2023 09:44Uppfært 26. jan 2023 09:45

Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki tapaði leik sínum um síðustu helgi gegn Vestra á Ísafirði 3-0.


Ísfirðingar höfðu yfirburði í fyrstu tveimur hrinunum sem þeir unnu 25-19 og 25-18.

Þróttur átti möguleika í þriðju hrinu. Var yfir 10-12 en fékk þá á sig fjögur stig í röð. Þrótti tókst eftir að að jafna, síðast í 18-18 en þá skoruðu Vestfirðingar tvö stig í röð og unnu 25-22.

Miguel Melero og Jaime Vargas voru atkvæðamestir hjá Þrótti sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Bæði karla og kvennalið Þróttar spila útileiki gegn HK um helgina.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða