Skip to main content

Blak: HK knúði fram oddaleik

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. apr 2011 23:55Uppfært 08. jan 2016 19:22

blak_hk_throtturn_urslit_0006_web.jpg Þróttur og HK mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki í Neskaupstað á laugardag. HK hafði betur í annarri viðureign liðanna í kvöld í Kópavogi í oddahrinu.

 

HK stelpur voru á tánum í byrjun og sigruðu fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 25-20 og 25-12. Ekki leit út fyrir að Þróttarar yrðu virkir þátttakendur í leiknum og var vandræðagangur nokkur.

Í upphafi þriðju hrinu mættu þær hins vegar tvíefldar til leiks og komust í 5-0. Þær unnu síðan hrinuna sannfærandi 25-16. Stuðið á austanstelpum hélt áfram í fjórðu hrinu og burstuðu þær hana 25-13.

Oddahrina staðreynd og spenna komin í Fagralundinn. Hrinan var þó aldrei spennandi og komust HK steplur í 7-2. Þær héldu öruggri forustu alla hrinuna og sigruðu 15-7.

Staðan í einvíginu er því 1-1 og leikinn verður hreinn úrslitaleikur laugardaginn 16. apríl klukkan 14:00 í Neskaupstað.