Blak: Gæsilegur sigur Þróttar í fyrsta leik
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. apr 2011 12:52 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Þróttur sigraði HK 3:1, í fyrstu viðureign liðanna um
Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna sem fór fram í Neskaupstað í
gærkvöldi.
HK sigraði fyrstu hrinu leiksins, 25:15, en eftir það snéru Þróttarstúlkur vörn í sókn og sigrðuðu þrjár næstu hrinur, allar með sama mun, 25:22.
Frábært stemning var á leiknum og íþróttahúsið sneisafullt af stuðningsmönnum Þróttar sem létu vel í sér heyra.
Þróttur getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðin mætast, öðru sinni í Fagralundi í Kópavogi klukkan 19:30 annað kvöld.
Rúmlega sjötíu þúsund krónur söfnuðust á leiknum á reikning til stuðnigns fjölskyldu Daniels Sakaluks sem fórst í bílslysi á sunnudag.