Skip to main content

Blak: Fyrsti leikur í úrslitum í kvöld

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2011 11:42Uppfært 08. jan 2016 19:22

blak_hk_throtturn_ymir_throtturr_0165_web.jpgÞróttur tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í íþróttahúsinu í Neskaupstað í kvöld. Þróttur hefur haft betur í leikjum liðanna í vetur.

 

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum. Þróttur hefur haft betur í leikjum liðanna í vetur, nú seinast úrslitum bikarkeppninnar og hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. Úrslit beggja leikjanna réðust í oddahrinu.

Bæði liðin unnu andstæðinga sínum í undanúrslitum örugglega í tveimur leikjum, HK vann Ými og Þróttur KA.

Annar leikur liðanna verður í Kópavogi á fimmtudagskvöld og oddaleikur, ef þarf, í Neskaupstað á laugardag.

Enginn aðgangseyrir er á leikinn við innganginn verður tekið á móti frjálsum framlögum sem munu renna til fjölskyldu Daniels Krzystztof Sakaluk, sem lést í bílslysi síðasta sunnudag